Stök frétt

Skapandi deild tónlistarskóla Stykkishólms

Nú í byrjun skólaársins hófst í fyrsta skipti skapandi deild Tónlistarskóla Stykkisólms. Skapandi deild er kennd í fjórskiptum lotum. Í fyrstu lotu semja nemendur sitt eigið lag og texta. í annari lotu er farið í æfingar af lögunum og þau undirbúin til upptöku/opinberan flutning. Í þriðju lotunni læra nemendurnir að taka upp lögin sín og gera þau tilbúin fyrir þar til gerðar efnisveitur. Fjórða og jafnframt síðasta lotan er svo undirbúningur og skipulagning tónleika.