Stök frétt

Fréttir af Tónlistarskólanum og mikilvægar dagsetningar

Undanfarnar vikur hefur verið heilmikið um að vera í Stykkishólmi hjá nemendum Tónlistarskólans.

Fyrst má nefna svæðistónleikar Nótunnar sem fóru fram 19.apríl í Stykkishólmskirkju. Þar komu fram nemendur frá Tónlistarskólum Akranes, Borgarbyggðar, Ísafjarðar, Grundafjarðar, Vesturbyggðar og Stykkishólms.

Fjórir nemendur frá okkar tónlistarskóla tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði. Alls voru um 22 atriði á dagsskrá og voru þau af öllum toga. 

Tveir nemendur þær Helga Sóley og Embla Rós tóku svo þátt í söngkeppni SamVest og lentu þær í 1.og 2.sæti virkilega vel gert!

 

Kennarar eru núna í óðaönn að skipuleggja tónfundi. Einhverjri hafa þó náð að klára sína tónfundi á vorönn en vegna covid hafa nokkrir þurft að seinka sínum tónfundum.

Prófavikan verður svo 9-13.maí.

Skólaslit tónlistarskólans verða fimmtudaginn 19.maí 2022 klukkan 18:00