Nám og kennsla

Námsframboð í skólanum:

Námsframboð í skólanum er fjölbreytt, sé miðað við skóla af þessari stærð. Kennt er á öll algengustu hljóðfæri, nema strokhljóðfæri.
 
Nánari upplýsingar um nám og námsframboð er hægt að fá hjá kennurum og skólastjóra, eða með því að senda tölvupóst: tonlistarskolinn@stykkisholmur.is
 

 
Til foreldra:

Nauðsynlegt er að foreldrar kynni sér skólastarfið og það hvernig námið er skipulagt. Á heimasíðunni er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. T.d. er hægt að finna sérstaka foreldrahandbók.  Styttri útgáfu er hægt að lesa HÉR, en gott er að glugga í hana öðru hvoru, einkum fyrir „nýja“ foreldra.

ViðburðirNám og kennsla

Nýtt skóladagatal er birt þegar nýtt skólaár nálgast.
 
Skólaár tónlistarskólans hefst fljótlega eftir að grunnskólinn hefst og þegar vetraræfingatöflur Snæfells liggja fyrir, eða í lok ágúst.  

Kennsluvikur eru 35. 
 
Starfsdagar, jólafrí og páskafrí fylgja yfirleitt skipulagi grunnskólans.
 
Skóladagatal fyrir skólaárið 2020 - 2021
 
Sérstakar tilkynningar verða gefnar út þegar tónleikar og aðrir viðburðir eru framundan.
Ath. að við erum einnig á Facebook.