Gítar

Gítar

Í gítardeild er kennt á klassískan gítar, rafgítar og rafbassa. 
 
Kennt er bæði eftir klassísku kerfi og eins er boðið upp á svokallað "rythmiskt" kerfi og eru það þá rafmagnshljóðfærin sem eiga þar heima.  Mælt er með að allir byrji að læra á klassískan gítar, en færi sig á rafgítar þegar ákveðinni leikni er náð.
 
Kennsla fer yfirleitt fram í einkatímum en eftir því sem færni eykst taka gítarnemendur þátt í fjölbreyttu samspili.
 
Gítarkennari nú er Hólmfríður Friðjónsdóttir og Martin Markvoll sér um rafgítarkennslu.