Píanó & Orgel

Píanó

Kennt hefur verið á píanó frá því skólinn var stofnaður.  Skólin á núna 3 flygla, þar af einn lítinn sem er áratugagamall.  Einnig á skólinn 2 stofupíanó og nokkur hljómborð.
 
Með góðu samstarfi við kirkjuna og organista hennar skapast nú einnig möguleikar á að kenna á pípuorgel, en æskilegt er að þeir sem læra á orgel hafi lært undirstöðu í píanóleik og lokið a.m.k. grunnprófi.
 
Hólmgeir S. Þórsteinsson og László Petö eru aðal píanókennarar skólans.