Söngur

Söngur

Einsöngur er kenndur í skólanum og miðast söngkennsla yfirleitt við nemendur sem eru 16 ára eða eldri.  Kennsla fer fram í einkatímum og eftir því sem nemendum fer fram fá þeir einnig undirleikstíma með píanista. Yngri nemendum skólans er boðið að koma í hóptíma í söng, svokallaðan „söngsal“ einu sinni í viku og fá þannig undirstöðuþjálfun í raddbeytingu.

Söngkennari skólans nú er Hólmfríður Friðjónsdóttir og meðleikarar á píanó eru László Petö og Hólmgeir S. Þórsteinsson.