Tónfræði

Tónfræðagreinar

Tónfræði eru mikilvægar hliðargreinar í tónlistarnámi. Þau efla hæfi nemenda til að lesa og skrifa tónlist og eykur skilning á tónlist og flutningi á henni. 
 
Tónfræðunum er oft skipt í 3 meginflokka:

a)  Tónfræði

    - sem gengur út á að læra um nótur og tákn sem notuð eru í tónlist.
 

b)  Tónheyrn

    - sem felur í sér þjálfun í að lesa það sem skrifað er og skrifa það sem við heyrum.
 

c)  Hlustun og saga

    - en þá er farið yfir þróun tónlistar í gegnum aldir og kynnt helstu tónskáld tónlistarsögunnar.  Og með því að hlusta á fjölbreytta tónlist læra nemendur að þekkja ólíka tónlist og hljóðfæri.
 
Tónfræðagreinar eru kenndar í skólanum eftir því sem kostur er og reynt er að láta tónfræðanámið haldast í hendur við hljóðfæranám.  Á fyrstu stigum er flokkunum þremur blandað saman, en þegar lengra er komið í tónlistarnámi fær hver flokkur aukinn tíma og gjarnan kenndur í sérstökum tímum.