Tréblástur

Tréblásturshljóðfærin

Blokkflautan telst til tréblásturhljóðfæra.  Hún er oftast fyrsta hljóðfærið sem börn læra á. 
Andreas H. Fossum sér um blokkflautukennsluna veturinn 2016-2017.
 
Önnur hljóðfæri sem tilheyra tréblástursfjölskyldunni og kennt er á í skólanum okkar eru þverflauta, klarinett, alt-saxofónn og tenor-saxofónn.
 
Til eru fleiri tréblásturshljóðfæri sem EKKI er kennt á hér, eins og óbó og fagott. Eins eru sum tréblásturshljóðfærin til í ýmsum stærðum og afbrigðum, t.d. er til pínulítil þverflauta sem kallast piccoloflauta og líka er til bassaklarinett sem er talsvert stærra en venjulegt klarinett, en skólinn á einmitt svona hljóðfæri og eru þau oft notuð í sampili, eins og í lúðrasveit.
 
Allir blástursnemendur taka þátt í lúðrasveit og öðru samspili eftir því sem færni leyfir.
 
Anastasia Kiakhidi er nú tréblásturskennari skólans og mun stjórna Stóru Lúðró.