Tréblástur

Tréblásturshljóðfærin

Blokkflautan telst til tréblásturhljóðfæra.  Hún er oftast fyrsta hljóðfærið sem börn læra á. 
Anastasia Kiakhidi og Martin Markvoll sjá núna um blokkflautukennsluna.
 
Önnur hljóðfæri sem tilheyra tréblástursfjölskyldunni og kennt er á í skólanum okkar eru þverflauta, klarinett, alt-saxofónn og tenor-saxofónn.
 
Til eru fleiri tréblásturshljóðfæri sem EKKI er kennt á hér, eins og óbó og fagott. Eins eru sum tréblásturshljóðfærin til í ýmsum stærðum og afbrigðum, t.d. er til pínulítil þverflauta sem kallast piccoloflauta og líka er til bassaklarinett sem er talsvert stærra en venjulegt klarinett, en skólinn á einmitt svona hljóðfæri og eru þau oft notuð í sampili, eins og í lúðrasveit.
 
Allir blástursnemendur taka þátt í lúðrasveit og öðru samspili eftir því sem færni leyfir.
 
Anastasia Kiakhidi er tréblásturskennari skólans og stjórnar Stóru Lúðró.

Skólinn býður byrjendum að leigja hljóðfæri í allt að 2 ár (sjá gjaldskrá).