Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar

Nauðsynlegt er hverjum skóla að vera í góðu sambandi og samstarfi við skylda aðila. Með því er skólinn í stöðugri þróun, getur bæði miðlað og þegið.
 
Hér nefnum við nokkra samstarfsaðila:
 
TÓN-VEST

er nafn sem gefið hefur verið samstarfi tónlistarskólanna á Vesturlandi.
 - Skólarnir hafa undanfarin ár hist á tónleikum einu sinni á ári, heima hjá hver öðrum til skiptis. Undanfarin ár hefur það samstarf þó vikið fyrir NÓTUNNI.
 
Skólarnir í TÓN-VEST eru:
- Auðarskóli í Dölum, www.audarskoli.is
- Tónlistarskóli Borgarfjarðar, www.borgarbyggd.is
- Tónlistarskóli Grundarfjarðar, www.tonskoli.grundarfjordur.is
- Tónlistarskóli Snæfellsbæjar, www.snb.is
- Tónlistarskóli Stykkishólms, www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn
- Tónlistarskóinn á Akranesi, www.toska.is
 
 
Samstarf tónlistarskólanna á Íslandi

- STS, Samtök tónlistarskóla standa saman að ýmsum viðburðum tónlistarskólanna, svo sem Degi tónlistrskólanna og Nótunni (ásamt FT og FÍH): www.tonlistarskolarnir.is
 
 
NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi

- var í fyrsta sinn haldin vorið 2010.  Skólinn okkar hefur tekið þátt í henni. Sjá heimasíðuna: www.notan.is.

Aðrir samstarfsaðilar

 
Prófanefnd tónlistarskóla: 

www.profanefnd.is
 - Í gegnum Prófanefnd er námsefni og námsframvinda samræmd við stefnu flestra annarra tónlistarskóla á Íslandi.
 - Prófanefnd sendir prófdómara til að prófdæma nemendur á áfangaprófum.
 
 
Samtök tónlistarkennara á Íslandi

- Félag tónlistarkennara (FT) og Kennarasamband Íslands (KÍ)- sjá: www.ki.is
- Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) - sjá: www.fih.is
 

Músik.is

Tónlistarvefur um tónlist og tónlistarsögu á Íslandi. Á þessum vef er að finna alla íslenska vefi sem tengjast tónlist - og meira til.
 
 
Tónmenntarvefurinn: 

Tónmenntarvefurinn er kennsluvefur um tónlist. Tónlistarskólinn okkar er aðili að honum og geta allir nemendur hans fengið aðgang að honum í gegnum kennara sinn eða skrifstofu skólans.
 
Á þessum vef eru síður um tónskáld, tónfræði, tónlistarsögu, hljóðfæri, sönglög og margt fleira.  Auk þess er hægt að fara í alls konar tónlistarleiki, bæði einn og í hóp (keppni).