Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar

Nauðsynlegt er hverjum skóla að vera í góðu sambandi og samstarfi við skylda aðila. Með því er skólinn í stöðugri þróun, getur bæði miðlað og þegið.
 
Hér nefnum við nokkra samstarfsaðila:
 
TÓN-VEST
er nafn sem gefið hefur verið samstarfi tónlistarskólanna á Vesturlandi.
 - Skólarnir hafa undanfarin ár hist á tónleikum einu sinni á ári, heima hjá hver öðrum til skiptis. Undanfarin ár hefur það samstarf þó vikið fyrir NÓTUNNI.
 
Skólarnir í TÓN-VEST eru:
- Auðarskóli í Dölum, www.audarskoli.is
- Tónlistarskóli Borgarfjarðar, www.borgarbyggd.is
- Tónlistarskóli Grundarfjarðar, www.tonskoli.grundarfjordur.is
- Tónlistarskóli Snæfellsbæjar, www.snb.is
- Tónlistarskóli Stykkishólms, www.stykkisholmur.is/tonlistarskolinn
- Tónlistarskóinn á Akranesi, www.toska.is
 
 
Samstarf tónlistarskólanna á Íslandi

- STS, Samtök tónlistarskólastjórnenda standa saman að ýmsum viðburðum tónlistarskólanna, svo sem Degi tónlistrskólanna og Nótunni (ásamt FT og FÍH): www.tonlistarskolarnir.is
 
 
- NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi
- var í fyrsta sinn haldin vorið 2010.  Skólinn okkar hefur oftast tekið þátt í henni. Sjá heimasíðuna: http://ki.is/notan/

 

- SÍSL - Samband íslenskra skólalúðrasveita

SÍSL á í fjölbreyttu samstarfi. Stjórnendur hittast reglulega, fengnir eru flinkir útsetjarar til að útsetja vinsæl lög sem gefin eru út til lúðrasveitanna og annað hvert ár eru haldin landsmót yngri og eldri skólalúðrasveita víðsvegar á landinu.


Aðrir samstarfsaðilar

 
Prófanefnd tónlistarskóla: 

www.profanefnd.is
 - Í gegnum Prófanefnd er námsefni og námsframvinda samræmd við stefnu flestra annarra tónlistarskóla á Íslandi.
 - Prófanefnd sendir prófdómara til að prófdæma nemendur á áfangaprófum.
 
 
Samtök tónlistarkennara á Íslandi

- Félag tónlistarkennara (FT) og Kennarasamband Íslands (KÍ)- sjá: www.ki.is
- Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) - sjá: www.fih.is
 

Músik.is

Tónlistarvefur um tónlist og tónlistarsögu á Íslandi. Á þessum vef er að finna alla íslenska vefi sem tengjast tónlist - og meira til.
 
 
Tónmenntarvefurinn: 

Tónmenntarvefurinn er kennsluvefur um tónlist. Tónlistarskólinn okkar er aðili að honum og geta allir nemendur hans fengið aðgang að honum í gegnum kennara sinn eða skrifstofu skólans.
 
Á þessum vef eru síður um tónskáld, tónfræði, tónlistarsögu, hljóðfæri, sönglög og margt fleira.  Auk þess er hægt að fara í alls konar tónlistarleiki, bæði einn og í hóp (keppni).