Starfsáætlun

Starfsáætlun skólaársins 2017-2018

Nýtt skólaár - ný fyrirheit
Á hverju nýju skólaári gerum við nýjar áætlanir. Nemendur og kennarar leggja línurnar um hvaða verkefni eigi nú að taka fyrir og að hvaða árangri skuli stefna, hvort taka skuli áfangapróf á hljóðfærin, eða í tónfræðunum. Hvaða tónlist á að æfa í vetur. Hvað á að spila/syngja á tónleikum og tónfundum o.s.frv.
 
Þetta skólaár kynnumst við tveimur nýjum kennurum sem taka munu við kennslu blásturshljóðfæranna og stjórn lúðrasveitanna.
- Andreas H. Fossum kemur frá Noregi og kennir málmblásturnemendum og blokkflautunemendum og stjórnar Litlu Lúðró, sem starfa mun í tveimur hópum í vetur, A- og B-sveit.
- Anastasia Kiakhidi kemur frá Rússlandi og kennir á tréblásturshljóðfærin auk þess að stjórna Stóru Lúðró.
Við bjóðum þau bæði hjartanlega velkomin og vonum að þeim líði vel hjá okkur.
  
Tónfræði
Leitast verður við að uppfylla þarfir og óskir nemenda um framgang í tónfræðagreinum. Best fer á að þær haldist í hendur við áfanga í hljóðfæranámi.
Nokkrir tónfræðaáfangar verða kenndir í vetur - stefnt verður að þessum:
- Jóhanna Guðmundsdóttir kennir grunnstigsnemendum á 1.-3. stigi (3 hópar)
· Hólmgeir S. Þórsteinsson kennir miðstigsnemendum og lengra komnum.
 
Samspil
Fjölbreytt samspil verður í smáum og stórum hópum. Eftir færni geta nemendur tekið þátt í samspili og spreytt sig ýmsum stíltegundu. Lúðrasveitin mun að sjálfsögðu halda sínu striki en æfa að þessu sinni í þremur hópum, ein og sagt er frá hér ofar á síðunni.
 
Tónleikar
Hefðbundið tónleikahald verður með tónfundum einstakra kennara í nóvember og svo jólatónleikum í desember og vortónleikum í maí þar sem nemendum hinna ýmsu kennara er blandað saman á fjölbreyttan hátt.
 
„Degi tónlistarskólanna“ verður að þessu sinni fagnað með tónleikum í Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. febrúar. Að sjálfsögðu er stefnt að þátttöku í NÓTUNNI, uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landinu. Svæðistónleikar Vesturlands og Vestfjarða verða líklega haldnir á Akranesi 11. eða 18. mars, en lokahátíðin verður í Hörpu sunnudaginn 1. eða 2. apríl. - Nánar verður sagt frá því í fréttatilkynningum.
 
Próf
Þeir sem stefna á áfangapróf (grunnpróf, miðpróf, framhaldspróf) gera um það áætlun sem fyrst með kennara sínum og nánari dagsetning prófsins verður auglýst þegar nær dregur - líklegt að þau verði í lok apríl. Hefðbundin vorpróf (önnur) verða í byrjun maí.