Starfsáætlun

Starfsáætlun skólaársins 2018-2019

Nýtt skólaár - ný fyrirheit
Á hverju nýju skólaári gerum við nýjar áætlanir. Nemendur og kennarar leggja línurnar um hvaða verkefni eigi nú að taka fyrir og að hvaða árangri skuli stefna, hvort taka skuli áfangapróf á hljóðfærin, eða í tónfræðunum. Hvaða tónlist á að æfa í vetur. Hvað á að spila/syngja á tónleikum og tónfundum o.s.frv. Líklegt er að verkefnaval verði að einhverju leiti litað af 100 ára fullveldisafmæli okkar Íslendinga.
 
Þetta skólaár eru litlar breytingar á kennaraliðinu. Eina sem við reiknum með er að fram í nóvember verður László Petö í fæðingarorlofi. Afleysing hans verður í höndum skólastjóra og nokkurra annarra kennara kólans.
  
Tónfræði
Leitast verður við að uppfylla þarfir og óskir nemenda um framgang í tónfræðagreinum. Best fer á að þær haldist í hendur við áfanga í hljóðfæranámi. 
Jóhanna Guðmundsdóttir sér um tónfræðakennsluna í vetur, en þessir áfangar verða kenndir:

  • 1. stig - kenndar verða bækurnar "Ópus 1" og "Tónheyrnarverkefni 1. stig"
  • 5. stig - kenndar verða bækurnar "Ópus 5" og "Tónheyrnarverkefni 5. stig"

 Samspil

Fjölbreytt samspil verður í smáum og stórum hópum. Eftir færni geta nemendur tekið þátt í samspili og spreytt sig ýmsum stíltegundum. Lúðrasveitin mun að sjálfsögðu halda sínu striki og það eru þau Martin Markvoll og Anastasia Kiakhidi sem stjórna eins og í fyrra.

Að þessu sinni verður nemendum í 10. bekk og eldri boðið að vera með í Víkingasveitinni sem hefur verið í pásu síðust ár. Einnig verður fullorðnum hljóðfæraleikurum boðið að vera með og gaman væri ef nokkrir úr þeim hópi bættust við. - Stjórnandi verður Martin Markvoll

 
Tónleikar
Hefðbundið tónleikahald verður með tónfundum einstakra kennara í lok október og svo blönduðum jólatónleikum í desember og vortónleikum í maí.
 
„Degi tónlistarskólanna“ verður að þessu sinni fagnað laugardaginn 2. mars. Að sjálfsögðu er stefnt að þátttöku í NÓTUNNI, uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landinu. Svæðistónleikar Vesturlands og Vestfjarða verða haldnir í Borgarnesi Akranesi 23. mars, en lokahátíðin verður að þessu sinni haldin í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 6. apríl. - Nánar verður sagt frá þessu öllu í fréttatilkynningum.
 
Próf
Þeir sem stefna á áfangapróf (grunnpróf, miðpróf, framhaldspróf) gera um það áætlun sem fyrst með kennara sínum og nánari dagsetning prófsins verður auglýst þegar nær dregur - líklegt að þau verði fyrir páska. Hefðbundin vorpróf verða í byrjun maí.