Húsnæði

Húsnæði skólans

Tónlistarskólinn er til húsa að Skólastíg 11 - í gamla barnaskólanum. Í skólanum er stór og góður salur (gamli íþróttasalurinn) þar sem æfingar lúðrsveitarinnar fara fram og fleiri hópæfingar og kennsla.  Í salnum er góður flygill og þar eru flestir tónfundir skólans haldnir.  Einnig kemur fyrir að haldnir eru þar tónleikar eða fundir á annarra vegum.
 
Á loftinu fyrir ofan salinn eru þrjár kennslustofur og í gömlu skólaálmunni eru fjórar góðar kennslustofur og svo skrifstofa skólans sem einnig virkar sem fundarherbergi.
 
Skólinn hefur átt gott samstarf við kirkjuna og þar heldur skólinn jafnan stærstu tónleikana, skólaslit og aðra viðburði sem krefjast góðs pláss og aðgengis..