Stök tilkynning

Vetrarfrí

Auðvitað verður VETRARFRÍ hjá okkur í Tónlistarskólanum um leið og hjá þeim í grunnskólanum. Fríið verður dagana 13.-18. október. Kennt verður miðvikudaginn 12. okt. og svo aftur 19. okt.
 
Við vonum að allir njóti frídaganna og komi svo hressir og endurnærðir til að taka þátt í Norðurljósahátíðinni.
- Á Norðurljósahátíð verður opið hús og tónleikar í sal skólans föstudaginn 21. október kl. 17:00.
- Þar verða nokkrir nemendur úr öllum deildum að gleðja gesti og gangandi.
 
Svo er rétt að minna á að fljótlega eftir Norðurljósahátíð verður spilað og sungið á tónfundunum sem verið er að skipuleggja eins og jafnan á þessum árstíma.
 
Skólastjóri