Stök tilkynning

Lúðrasveitin skipuleggur vetrarstarfið

Nú hafa verið gerðar aðal-starfsáætlanir lúðrasveitarstarfsins á þessu skólaári. Gott er að leggja þessar helstu dagsetningar á minnið - og skrifa inn í dagbækur sínar.

TÓNLEIKAR:

  • Hausttónleikar verða fimmtud. 16. nóvember
  • Vortónleikar verða fimmtud. 12. apríl

ÆFINGABÚÐIR:

  • Litla Lúðró: laugardaginn 28. október (eftir er að ákveða æfingabúðir á vorönn)
  • Stóra Lúðró: laugardaginn 21. október og laugardaginn 10. mars

Önnur verkefni, s.s. jólatónleikar, heimsóknir í leikskólann o.fl. verður auglýst sérstaklega.