Stakur viðburður

Hausttónleikar lúðrasveitarinnar

Lúðrasveit Stykkishólms heldur sína árlegu hausttónleika í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18:00. Bæði Litla og Stóra Lúðró koma fram og hafa sjaldan verið betri. Ekki er ólíklegt að eitthvað óvænt verði á efnisskránni líka.

Stjórnendur eru þau Martin Markvoll og Anastasia Kiakhidi.

 Allir eru hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir!