Forsíða


Fyrsti kennsludagur

24.08.2017 -

Nýtt skólaár hefst strax eftir að grunnskólinn hefur störf. Við reiknum með að fimmtudaginn 24. ágúst verði fyrsti kennsludagurinn í tónlistarskólanum. Munið umsóknarfrestinn til 8. júní.


Opið fyrir umsóknir

12.05.2017 -

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Allir sem óska eftir skólavist næsta skólaár þurfa að skila inn umsóknum, þeir sem óska eftir að halda áfram námi, þeir sem vilja byrja og þeir sem hafa verið á biðlista.


Röðun nemenda á vortónleika

03.05.2017 -

Nemendum hefur nú verið raðað niður á 5 vortónleika sem haldnir verða í sal tónlistarskólans þetta vorið. Kennarar eru í sambandi við nemendur sína og láta vita hvenær þeir eiga að koma fram. Á skólaslitum 18. maí verða svo valin atriði sem nemendum verður einnig tilkynnt um. Má þar nefna lúðrasveitarhópana, trommusveit, blokkflautudeildina og fleira skemmtilegt.