Forskóli

Forskóli I – blokkflauta
Nemendur í 1. og 2. bekk fá að kynnast hljóðfæraleik og söng.
3-4 nemendur eru saman í hóp 2 x 20 mínútur í viku á skólatíma.
Spilað er á blokkflautu, en líka sungið og trommað mikið.
Nemendur þurfa að eiga flautu, en fá allt kennsluefni.
 
Forskóli II – tréblástur, málmblástur eða úkulele
Forskóli II er hugsaður fyrir 2.-3. bekk og er gott framhald af blokkflautunáminu í Forskóla I.
Kennt er á þverflautu, kornett og úkulele.
2-4 nemendur eru saman í hóp 2 x 20 mínútur í viku á skólatíma.
 
Kennarar í forskóla eru Anastasia Kiakhidi og Martin Markvoll.