Fréttir

Nótan 2022 í Stykkishólmskirkju

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda. Tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.

Jóhanna Guðmundsdóttir kveður Tónlistarskóla Stykkishólms

Síðastliðinn fimmtudag þann 20. maí, fóru fram skólaslit Tónlistarskóla Stykkishólms í Stykkishólmskirkju. Venju samkvæmt var tónlist í fyrirrúmi og léku nemendur skólans vel valin verk.

Tónlistaskólinn í Stykkishólmi - Umsóknir fyrir næsta skólaár

Opið er fyrir innritun á næsta skólaár Tónlistaskólans í Stykkishólmi. Innritun hefur gengið vel fyrir næsta skólaár og virðist aðsókn ætla að vera með besta móti, en þeir sem sækja um skólavist fyrir 8. júní njóta forgangs þegar raðað er inn í skólann í haust.

Nýtt skólaár að hefjast

Stutt er í að við hefjum nýtt skólaár. Reiknað er með að úthlutun spilatíma frai fram fljótlega og að kennsla geti hafist um miðja næstu viku.