Málmblástur

Málmblásturshljóðfærin eru: kornett, trompet, básúna, althorn, baritonhorn, franskt horn og túba, sem er stærst.

Kennsla fer fram í einkatímum, en nemendur taka þátt í lúðrasveit og öðru samspili þegar færni leyfir.

Martin Markvoll kennir á málmblásturshljóðfæri. Hann stjórnar einnig Litlu Lúðró og Víkingasveitinni.

Skólinn býður byrjendum að leigja hljóðfæri í allt að 2 ár, verð fyrir hljóðfæraleigu má finna í gjaldskrá.