Í skólanum er leitast við að bjóða upp á fjölbreytt samspil og samsöng.
Lúðrasveit Stykkishólms æfir í 2-3 hópum:
- Litlu Lúðró, þar sem hljóðfæraleikarar taka sín fyrstu skref í samspili.
- Stóru Lúðró, þar sem hljóðfæraleikarar spila saman þegar þeir hafa náð tiltekinni leikni í hljóðfæraleik.
- Víkingasveit, en í henni eru lengra komnir nemendur. Í Víkingasveit bjóðum við stundum fullorðnum hljóðfæraleikurum "úti í bæ" að taka þátt.
Lúðrasveitin heldur sjálfstæða tónleika tvisvar á ári, haust og vor, en er þar að auki sýnileg úti í bæ við ýmsa viðburði, s.s. þegar tendrað er á jólatrénu, 1. maí, sjómannadag og að sjálfsögðu 17. júní.
Annað samspil
Ýmsar tegundir smærri hljómsveita og sönghópa æfa gjarnan saman. Einnig fá söngvarar og lengra komnir blástursnemendur undirleikstíma með píanólkennara.