Samspil

Í skólanum er leitast við að bjóða upp á fjölbreytt samspil og samsöng.
 
Lúðrasveit Stykkishólms æfir í fjórum hópum:
  • Litlu Lúðró, þar sem hljóðfæraleikarar taka sín fyrstu skref í samspili.
  • Gemlingasveit, þar sem flestir hljóðfæraleikarar hafa lært 1-3 ár á hljóðfærinu.
  • Stóru Lúðró, þar sem hljóðfæraleikarar spila saman þegar þeir hafa náð tiltekinni leikni í hljóðfæraleik.
  • Víkingasveit, en í henni eru lengra komnir nemendur. Í Víkingasveit bjóðum við stundum fullorðnum hljóðfæraleikurum "úti í bæ" að taka þátt.
 
Skapandi Deild
Í Skapandi Deildinni geta nemendur á öllum hljóðfærum fengið tækifæri til að spila í hljómsveit og skapa tónlist frá grunni.
 
Trommusveit
Slagverksnemendur fá stundum að spila saman í trommusveit.
 
Annað samspil
Ýmsar tegundir smærri hljómsveita og sönghópa æfa gjarnan saman. Einnig fá söngnemendur og lengra komnir blástursnemendur undirleikstíma með píanókennara.