Bakhjarlar skólans

Eins og gjarnan er á skólinn sérstaka vildarvini sem leynt og ljóst bera hag skólans fyrir brjósi og leggja sig fram um að styrkja skólann og skólastarfið með einum eða öðrum hætti.

Stykkishólmsbær rekur tónlistarskólann og styrkir einnig sérstaklega starfsemi Lúðrasveitar Stykkishólms sem nú orðið er rekin sem skólahljómsveit.

Foreldrafélag lúðrasveitarinnar stendur fast við bakið á sveitinni, sér um undirbúning æfingabúða, stendur að fjáröflunum vegna búningakaupa og tónleikaferða.

Meðal sérstakra vildarvina má nefna Kvenfélagið Hringinn í Stykkishólmi og Kvenfélagið Björk í Helgafellssveit sem bæði tvö styrkja hljóðfærakaupasjóð skólans reglulega.

Uppbyggingasjóður Vesturlands (áður Menningarsjóður Vesturlands) veitir tónlistarskólum á Vesturlandi árlega myndarlega styrki sem ætlað er að efla samstarf skólanna. Hafa þeir styrkir einkum nýst skólunum til þátttöku í NÓTUNNI, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna í landinu.

Hér á eftir eru listaðar einstaka gjafir sem skólanum hafa borist, ath. þessi listi er ekki tæmandi:

  • Haustið 2015 færði fjölskylda Gísla Birgis Jónssonar skólanum að gjöf trommusett af gerðinni Sonor Force til minningar um hann.
  • Haustið 2015 fékk skólinn að gjöf rafmagnshljómborð af gerðinni Nord Stage sem keypt var fyrir sjóð sem stofnaður var til minningar um Hafstein Sigurðsson fyrrverandi kennara tónlistarskólans.