Próf

Stigspróf og áfangapróf

Nemendur taka stigspróf og áfangapróf eftir því sem náminu fer fram. Áfangapróf (grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf) eru samræmd á landsvísu og fara fram á vegum Prófanefndar tónlistarskólanna. Þess á milli taka nemendur "heimapróf".

Yfirleitt eru prófin tekin í þessari röð: G-1 (1. stig), G-2 (2. stig), grunnpróf, M-4 (4. stig), miðpróf, F-6 (6. stig) og framhaldspróf. Tíminn á milli prófa er mislangur, fer algerlega eftir framförum í námi.

Tónfræðapróf eru yfirleitt tekin "heima", nema miðpróf sem er samræmt á landsvísu og tekið á vegum Prófanefndar tónlistarskólanna.

Stigspróf og áfangapróf má taka hvenær sem er á starfsárinu, þ.e. þegar kennarinn telur nemandann tilbúinn. Þau eru þó yfirleitt tekin á vorin eða í lok haustannar.

Vorpróf - árseinkunnir

Á vorin taka allir nemendur vorpróf á hljóðfærin sín. Einnig eru nemendum gefnar árseinkunnir. Þeir nemendur sem hafa tekið stigspróf eða áfangapróf að vori taka ekki vorpróf, en fá árseinkunn kennara eins og aðrir.