Skapandi deild

Fyrirkomulag náms á Skapandi Deild
 
Nú þarf ekki lengur að sækja sérstaklega um nám á skapandi deild. Nám á skapandi deild er núna gjaldfrjálst.
 
Nemendur sem áhuga hafa á námi þar geta sagt kennaranum sínum frá því í upphafi skólaárs og mjög líklega finnst hópur fyrir flesta til að vera í. Nemendur sækja um hljóðfæra- eða söngnám og gefst svo kostur á að bæta við skapandi deildar námi. Miðað er við að nemendur á skapandi deild hafi ná einhverri grunnfærni á hljóðfæri áður en þau hefja þar nám. Flestir kennarar við tónlistarkólann hafa aðkomu að starfi skapandi deildar, mismikla þó.
 
Í skapandi deild fá nemendur samspilstíma þar sem kennarar velja saman nemendur af svipuðu getustigi. Þar hafa nú þegar orðið til mjög frambærilegar hljómsveitir og tónlistarfólk. Nokkrir fyrrum nemendur skapandi deildar stunda nú tónlistarnám á Akureyri svo dæmi sé nefnt.
 
Eftirfarandi námsskeið eru einnig kennd:
 
  • Lagasmíði
  • Upptökur
  • Hljóðblöndun
  • Tónleikahald og margt fleira.
 
 
Hljómsveitin Feelnik frá Akureyri - þar sem einn fyrrverandi nemandinn okkar spilar á rafbassa.
 
 
 
Hér eru leiðbeiningar sem nýtist í skapandi námi: