Skapandi deild

Við Tónlistarskóla Stykkishólms er nýlega stofnuð deild sem heitir Skapandi deild.

Námi á Skapandi deild er þannig háttað að nemendur velja sér hljóðfæri til að læra á og fá 30 mínútna einkatíma á viku. Nemandi sem vill fá 60 mínútur í viku í einkatíma getur bætt við hálfu námi eins og margir hafa gert.

Í Skapandi deild fá nemendur samspilstíma þar sem kennarar velja saman nemendur af svipuðu getustigi. Þar hafa nú þegar orðið til mjög frambærilegar hljómsveitir. Hljómsveitin „Hallgerður & rest“ keppti til dæmis á Söngvakeppni Samfés í Laugardalshöll í fyrra. Þess má geta að þau sem komust áfram úr forkeppninni fyrir Vesturlandskeppnina sem fram fer þann 12.mars 2024 eru öll nemendur Skapandi deildar. Einn fyrrum nemandi skapandi deildar stundar nú tónlistarnám á Akureyri. Hann er kominn í nokkrar hljómsveitir og ein þeirra hefur nú þegar gefið út lag á Spotify.

 

Eftirfarandi námsskeið eru einnig kennd:

  • Lagasmíði
  • Upptökur
  • Hljóðblöndun
  • Tónleikahald og margt fleira.

 

Miðað er við að nemendur á Skapandi deild hafi ná einhverri grunnfærni á hljóðfæri áður en þau hefja þar nám.

Flestir kennarar við tónlistarkólann hafa aðkomu að starfi Skapandi deildar, mis mikla þó.

 

Hljómsveitin Feelnik frá Akureyri - þar sem einn fyrrverandi nemandinn okkar spilar á rafbassa.
 
 

Hér eru leiðbeiningar sem nemendur hafa fengið:

GarageBand á iPad 1

GarageBand á iPad 2

GarageBand á Mac

Skapandi tækni - hvernig geta stafræn verkfæri hjálpað okkur að æfa betur?