Um skólann

Tónlistarskóli Stykkishólms
Skólastíg 11 (póstur sendist á Hafnargötu 3)
340 Stykkishólmi

Sími: 433 8140
Netfang: tonlistarskolinn@stykkisholmur.is

Skólastjóri er Berglind Axelsdóttir sem jafnframt er skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi.
Deildarstjóri Tónlistarskólans er Kristjón Daðason.

Tónlistarskóli Stykkishólms var stofnaður 1964 og er til húsa að Skólastíg 11 í gamla barnaskólanum í Stykkishólmi og er aðstaða til tónlistarkennslu þar allgóð. Prýðilegur salur er í húsinu, það er gamli íþróttasalurinn sem er notaður til tónlistarflutnings og kennslu. Í salnum er stór flygill. Einnig hefur skólinn jafnan átt greiðan aðgang að kirkjunni til tónleikahalds og einstaka æfinga.

Hljóðfærakostur skólans er góður en unnið er að því að bæta hann og auka jafnt og þétt. 

Skrifstofa skólans er opin frá 08:00 - 15:00 alla virka daga.