Söngnám er í boði fyrir alla, fullorðna og börn niður í 1. bekk.
Sylvía Rún Guðnýjardóttir er söngkennari skólans.
Complete Vocal Tækni
Langar þig að læra meira á röddina þína? Vita hvernig hún virkar? Finna þína rödd? Í Complete Vocal tækni er hægt að læra að nota röddina til að gera öll hjóð á heilbrigðan hátt. Allt frá þungarokki yfir í klassískan söng. Þegar við syngjum eða gerum hljóð þá eigum við ekki að finna fyrir óþægindum eða kitla. Með því að nota CVT tæknina komumst við hjá því að finna fyrir óþægindum eða verða þreytt af því að syngja.