Söngur

Sylvía Rún Guðnýjardóttir annast söngkennslu. Sylvía lærði söng í Söngskóla Reykjavíkur fór svo þaðan í tónlistarskóla FÍH þar sem hún kynntist Complete Vocal tækninni árið 2004. Árið 2016 fór Sylvía á tvö CVT námskeið hjá Heru Björk og var þá tekin ákvörðun um að skella sér til Danmerkur í söngkennaranám í Complete Vocal Institute. Það er þriggja ára nám og Sylvía kenndi söng í Söngsteypunni með náminu og kláraði svo námið í júní 2020.

Complete Vocal Tækni

Langar þig að læra meira á röddina þína? Vita hvernig hún virkar? Finna þína rödd? Í Complete Vocal tækni er hægt að læra að nota röddina til að gera öll hjóð á heilbrigðan hátt. Allt frá þungarokki yfir í klassískan söng. Þegar við syngjum eða gerum hljóð þá eigum við ekki að finna fyrir óþægindum eða kitla. Með því að nota CVT tæknina komumst við hjá því að finna fyrir óþægindum eða verða þreytt af því að syngja.

Söngnám er í boði fyrir alla, fullorðna og börn niður í 1. bekk.