Víkingur Jóhannsson
Skólastjóri og kennari frá 1964 - 1977 og jafnframt stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms.
Kenndi á öll lúðrasveitarhljóðfæri auk þess sem hann kenndi á píanó og orgel.
Þórður Á Þórðarson
Kenndi á orgel skólaárið 1966 - 1967
Sr. Hjalti Guðmundsson
Kenndi á blokkflautu og orgel 1968 - 1970
Hafsteinn Sigurðsson
Kenndi á tréblásturshljóðfæri og blokkflautu frá 1976 - 1980.
Frá 1983 kenndi hann á tréblásturshljóðfæri, blokkflautu, harmonikku og píanó og einnig tónfræði.
Hafsteinn hefur nokkrum sinnum leyst af skólastjóra í forföllum. Hann lét af störfum vorið 2010.
Arne Björhei (norskur)
Skólastjóri og kennari, auk þess stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms frá 1977 - 1980.
Kenndi á öll lúðrasveitarhljóðfæri og píanó.
Jóhanna Guðmundsdóttir
Kenndi af og til frá 1977 - 1986 á píanó, orgel, blokkflautu (forskóla) og tónfræði. Kenndi á píanó 2002 og 2004. Píanókennari í hlutastarfi skólaárið 2004 - 2005.
Ráðin skólastjóri haustið 2005.
Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir Kolbeins
Kenndi á píanó og orgel frá 1978 - 1992.
Sigurborg Sigurðardóttir
Kenndi á píanó skólaárið 1978 - 1979.
Ólöf Björg Guðmundsdóttir
Kenndi á þverflautu við skólann frá 1979 – 1981.
Lárus Pétursson
Kenndi á gítar og blokkflautu og tónfræði við skólann frá 1981 að undanskildum einum vetri sem hann var við nám í Reykjavík og kenndi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Lárus lét af störfum við skólann vorið 2015.
Unnar Freyr Bjarnason
Fyrst nemandi við skólann, síðan Tónlistarskólann í Reykjavík. Kenndi á trompet skólaárið 1981 - 1982.
Daði Þór Einarsson
Kennari við skólann frá áramótum 1981 til vors.
Tók við starfi skólastjóra og kennara frá hausti 1981. Helstu kennslugreinar: Málmblásturshljóðfæri, slagverk, tónfræði, blokkflauta og stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms. Daði var skólastjóri 1981 - 2000 fyrir utan ársleyfi 1998 - 1999.
John Lewis
Kenndi við skólann skólaárið 1981 - 1982 á píanó.
Sigrún Sigurjónsdóttir
Kenndi á píanó skólaárin 1982 - 1984.
Ronald Wilson Turner
Kenndi á píanó, orgel og stjórnaði bjöllukór skólaárin 1988 - 1990.
Lana Rae Betts
Kenndi á þverflautu, píanó og söng árin 1992 - 1996.
David Enns
Kenndi á píanó 1993 - 1996 og stjórnaði léttsveit skólans 1994 - 1996.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Kenndi á píanó, tónfræði, söng og annaðist undirleik.
Leysti Daða Þór Einarsson af sem skólastjóri í ársleyfi hans 1998 - 1999. Tók aftur við skólastjórn haust 2000. Hún var í ársleyfi skólaárið 2002 - 2003 en sagði þá starfinu lausu.
Hólmgeir Sturla Þórsteinsson
Hefur kennt á píanó frá árinu 1996 auk þess að leika á píanó með söngnemendum og kenna tónfræði. Með árunum hefur Hólmgeir bætt við sig hljóðfærum til kennslu. Það eru rafbassi og harmonikka. Hólmgeir hefur leyst af skólastjóra í forföllum.
Sigrún Jónsdóttir
Kenndi söng og orgelleik árin 1996 - 1998. Kenndi einsöng fram á vor 2000. Hún var ráðin skólastjóri haustið 2002 og gengdi því starfi þar til hún lést haustið 2004.
Berglind Tómasdóttir
Kenndi á þverflautu 1996 - 1998.
Karen Erla Jóhannsdóttir
Kenndi á þverflautu veturinn 1997 - 1998.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Kenndi söng í afleysingum vorið 1998.
Birkir Freyr Matthíasson
Kenndi á málmblásturshljóðfæri 1998 - 1999.
Loftur Erlingsson
Kenndi söng 1998 - 1999.
Theodóra Þorsteinsdóttir
Kenndi söng í afleysingum vorið 1999 og veturinn 1999 - 2000.
Ildikó Varga (ungversk)
Kenndi söng og dálítið á píanó 2000 - 2003.
Pawel Dziewonski (pólskur)
Kenndi á málmblásturshljóðfæri, lúðrasveit, píanó og tónheyrn 2000 - 2002.
Guri Hilstad Ólason (norsk)
Kenndi á málmblásturshljóðfæri, lúðrasveit og píanó 2002 - 2005. Ársleyfi 2003 - 2004.
Martin Markvoll (norskur)
Kenndi á málmbláturshljóðfæri, trommur, lúðrasveit, og rafgítar í afleysingu Guri Hilstad skólaárið 2003 - 2004. Ráðinn aftur til skólans haustið 2005, fór í 2ja ára leyfi 2009 - 2011 og ársleyfi 2016 - 2017. Kennir í dag á málmblástur, lúðrasveit, forskóla, rafbassa, rafgítar. Martin hefur leyst af skólastjóra í forföllum.
Ewa Murwaska (pólsk)
Leysti af í 1 mánuð haustið 2003 og hluta af vori 2004 í þverflautu og píanókennslu.
Ewa Lidia Debska (pólsk)
Sinnti afleysingakennslu á þverflautu og píanó hluta úr vetri 2003 - 2004.
Hólmfríður Friðjónsdóttir
Afleysingakennari í söngdeild veturinn 2003-2004. Kenndi einnig á píanó, tónfræði og tónheyrn. Fastráðin söngkennari við skólann frá hausti 2004 og kenndi þá einnig píanó, gítar, blokkflautur og tónfræði. Lét af störfum 2020.
Mari Helene Bjørnstad (norsk)
Píanókennari og meðleikari í söngdeild veturinn 2006 - 2007.
Baldur Orri Rafnsson
Stundakennari á slagverk og blokkflautu frá haustinu 2007 og til áramóta 2010.
Tómas Guðni Eggertsson organisti
Kenndi í hlutastarfi sem píanókennari og meðleikari með söngnemendum 2007 - 2008
László Petö (ungverskur)
Ráðinn organisti við Stykkishólmskirkju haustið 2008. Kennir við tónlistarskólann í hlutastarfi á píanó og leikur með söngnemendum frá sama tíma.
Hjálmar Sigurbjörnsson
Kennir á málmblásturshljóðfæri og stjórnar lúðrasveit 2009 - 2011 í fjarveru Martins Markvoll.
Hafþór S. Guðmundsson
Kennir á slagverk frá janúar 2010.
Gunnar Þorgeirsson
Kenndi á tréblásturshljóðfæri frá 2010 - 2013.
Anette Markvoll (norsk)
Kenndi á tréblásturshljóðfæri 2013 - 2015. Stjórnaði Víkingasveitinni 2014 - 2015.
Símon Karl Sigurðarson
Kenndi á tréblásturshljóðfæri 2015 - 2016.
Alexandra Sergeevna Sukhova (rússnesk)
Tónlistarkennari í Grundarfirði, kenndi stundakennslu á tréblásturshljóðfæri veturinn 2015 - 2016. (Nemendur hennar voru allir nemendur í FSn og kenndi hún í Grundarfirði.)
Sigurgeir Sigmundsson
Stundakennari á rafgítar veturinn 2015 - 2016 (kenndi í Grundarfirði)
Andreas H. Fossum (norskur)
Málmblásturskennari og stjórnandi Litlu Lúðró í afleysingu veturinn 2016 - 2017.
Anastasia Kiakhidi (rússnesk)
Kennir tréblástur, úkulele, forskóla, tónfræði og stjórnar lúðrasveit frá haustinu 2016.
Bent Marinósson
Stundakennari á rafgítar veturinn 2015 - 2016 (í Grundarfirði) og 2021 - 2023 (fjarkennsla).
Jón Glúmur Hólmgeirsson
Kenndi á gítar í hlutastarfi 2020 - 2021.
Sylvía Rún Guðnýjardóttir
Kennir söng í hlutastarfi frá 2020.
Kristjón Daðason
Deildarstjóri og kennir málmblástur og tónfræði frá 2021.
Berglind Axelsdóttir
Skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans 2021 - 2023.
Heimir Eyvindarson
Skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans 2023 - 2024.
Valbjörn Snær Lilliendahl
Kenndi á gítar í hlutastarfi 2023 - 2024.
Þóra Margrét Birgisdóttir
Skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans frá haustið 2024.
Einar Höllu Guðmundsson
Kennir á gítar í hlutastarfi frá haustið 2024.