Lúðrasveit Stykkishólms 70 ára

Lúðrasveit Stykkishólms fagnaði 70 ára afmæli árið 2014. Af því tilefni voru afmælistónleikar lúðrasveitarinnar voru haldnir í Stykkishólmskirkju sumardaginn fyrsta 2014 auk þess sem gefið var út afmælisrit. Ógrynni efnis barst ritnefnd og var því ákveðið að samhliða prentaða ritinu yrði gerður afmælisvefur. Vefíðan ludro.is var opnuð en þar mátti finna fágætar upptökur, myndbönd og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt. Í byrjun árs 2023 var léninu ludro.is lokað og efni vefsins flutt inn á vef Tónlistarskóla Stykkishólms.

Hér má horfa á upptöku frá afmælistónleikunum sumardaginn fyrsta 2014

 

Myndbönd af Lúðrasveitinni