Forsíða


Skólaslit Tónlistarskólans og nú er opið fyrir umsóknir

Þann 20. maí voru skólaslit Tónlistarskólans í björtu en köldu veðri. Hólmgeir Þórsteinsson kynnti á svið hljóðfæraleikara, ávarpaði gesti og sleit skólanum. Meðal gesta var Jóhanna Guðmundsdóttir fráfarandi skólastjóri Tónlistarskólans. Nú er opið fyrir umsóknir skólaárið 2021-2022. Neðst á upphafssíðunni er takki sem heitir "Umsókn um skólavist".... lesa meira

25.05.2021 - Nú er opið fyrir umsóknir skólaárið 2021-2022

Nú er opið fyrir umsóknir skólaárið 2021-2022. Nálgast má rafræna umsóknareyðublaðið hér undir "Nám og kennsla" eða með því að smella á hnappinn hér neðst á síðunni, "umsókn um skólavist".

12.05.2021 - Skólaslit í Stykkishólmskirkju 20. maí kl.18.00

Skólaslit Tónlistarskóla Stykkishólms verða fimmtudaginn 20. maí kl. 18.00. Engin kennsla er þá vikuna. Nánari upplýsingar varðandi það hvernig gestamálum verður háttað með tilliti til gildandi sóttvarnarreglna, verða sendar út þegar nær dregur.