Forsíða

Tónleikavikan mikla

Framundan er mikil tónlieika- og tónfundavika. Allir kennarar skólans halda tónfundi með sínum nemendum þar sem foreldrum, systkinum og öðrum velunnurum er boðið að koma og hlusta á fallega og vel flutta tónlist. Í vikulokin, LAUGARDAGINN 2. MARS, fögnum við svo DEGI TÓNLISTARSKÓLANNA með hefðbundnum hætti, en þá höldum við tónleika í kirkjunni þar sem flutt eru flottustu tónlistaratriðinn sem skólinn á í dag.... lesa meira


Tónfundir og Dagur tónlistarskólanna

Tónfundir verða haldnir í febrúar hjá hverjum kennara fyrir sig, eins og vanalegt er. Í kjölfarið á tónfundunum velja kennarar flott atriði til að flytja á "Degi tónlistarskólanna" í kirkjunni 2. mars. Hér fyrir neðan má sjá röðunina:...


Dagur tónlistarskólanna

Við höldum upp á dag tónlistarskólanna með tónleikum í kirkjunni laugardaginn 2. mars kl. 14:00. Athugið að við þurftum að færa tónleikana aftur um eina viku. - Fylgist með nánari auglýsingum og fréttum!...


Vortónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Lúðrasveit Stykkishólms fagnar 75 ára afmæli sínu fimmtudaginn 11. apríl með glæsilegum vortónleikum. Þar koma fram allar deildir lúðrasveitarinna: Stóra lúðró, Litla lúðró og Víkingasveitin. Munið að allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis aðgangur....


Víkingasveit

VÍKINGASVEIT TÓNLISTARSKÓLANS Lúðrasveit fyrir unglinga og fullorðna. Áhugasamir velkomnir í hópinn! Fyrsta æfing á nýja árinu miðvikudaginn 9. janúar kl. 20 – 21. Skólagjald er frítt fyrir nemendur skólans, kr. 10.350 fyrir yngri en 20 ára og kr. 24.250 fyrir 20 ára og eldri. Veittur er fjölskylduafláttur skv. verðskrá. Stjórnandinn Martin Markvoll gefur upplýsingar. S. 863 2019 – martin@stykk.is... lesa meira