Yngsti nemandi söngdeildarinnar kemur fram á tónfundi
Það er frábært frá því að segja að aðsókn í söngdeild Tónlistarskólans er mikil enda hefur mjög gott orð farið af Sylvíu söngkennaranum okkar. Í Skessuhorni vikunnar má sjá viðtal við hana. Færri komast að en vilja í söngnám hjá okkur en yngsti nemandinn söng á sínum fyrsta söngtónfundi í vikunni og tókst svona ljómandi vel til. Hér má sjá Elínu Margréti Sigurðardóttur syngja Söng Kamillu úr Kardemommubænum.... lesa meira