Heil og sæl kæru foreldrar, nemendur og aðstandendur.
Fyrst af öllu vil ég minna á að kennsla hefst í Tónlistarskólanum 4.janúar samkvæmt stundatöflu nemenda.
Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda. Tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.