Forsíða

Æfingabúðir

Nýliðna helgi og næstu helgi eru æfingabúðir hjá lúðrasveitunum okkar. Þá mæta sveitirnar á laugardegi, æfa, fara í sund, borða sama og fara í leiki svo eitthvað sé nefnt. Flestir kennaranna okkar taka þátt í æfingabúðum. Yngri nemendur spyrja gjarnan hvenær þeim býðst að vera með í Lúðró en í Litlu Lúðró eru nemendur frá 3. bekk á allskonar hljóðfærum. Nemendur í blástursdeild eru allir með í Lúðrasveitunum en öðrum hljóðfæraleikurum er boðin þátttaka eftir áhuga og þörf.... lesa meira


Yngsti nemandi söngdeildarinnar kemur fram á tónfundi

Það er frábært frá því að segja að aðsókn í söngdeild Tónlistarskólans er mikil enda hefur mjög gott orð farið af Sylvíu söngkennaranum okkar. Í Skessuhorni vikunnar má sjá viðtal við hana. Færri komast að en vilja í söngnám hjá okkur en yngsti nemandinn söng á sínum fyrsta söngtónfundi í vikunni og tókst svona ljómandi vel til. Hér má sjá Elínu Margréti Sigurðardóttur syngja Söng Kamillu úr Kardemommubænum.... lesa meira

24.03.2021 - Páskafrí

Eftir kennslu á föstudaginn erum við öll komin í páskafrí í marga marga daga. Við hittumst hress aftur í kennslu þriðjudaginn 6. apríl.

17.02.2021 - Tónfundir framundan

Síðustu vikuna í febrúar eru tónfundir í Tónlistarskólanum en þeir verða með sama sniði og síðustu tónfundir, þ.e. teknir upp og sendir foreldrum. Kennarar gefa sjálfir sínum nemendum nákvæmari tímasetningu.