Fimmtudaginn 16. nóvember verða lúðrasveitatónleikar í Stykkishólmskirkju.
Yfirskrift tónleikanna er Blásið gegn einelti.
Sérstakur gestur er tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson sem nýverið opnaði sig opinberlega um
einelti sem hann varð fyrir í æsku. Júlí Heiðar mun segja nokkur orð við tónleikagesti og syngja 1-2 lög.
Þeir sem vilja fræðast meira um Júlí Heiðar og hans reynslu geta kíkt á þetta ágæta viðtal
Stjórnendur lúðraveita tónlistarskólans eru Martin Markvoll og Anastasia Kiakhidi.
Tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og aðgangur er ókeypis.
Allir bæjarbúarbúar eru hjartanlega velkomnir.