Dagur tónlistarskólanna

 

Dagur tónlistarskólanna

Í dag 7.febrúar er dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið. 

Hjá okkur var planið að halda Skapandi-deildar tónleika í gærkvöldi (6.febrúar) vegna vetrarfrídaga 8-9 febrúar, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna urðum við að fresta þeim tónleikum til 28.febrúar sem er miðvikudagur í tónfundarviku tónlistarskólans.

Við í Tónlistarskólum landsins erum ótrúlega stolt af Grammyverðlaunahafanum okkar henni Laufeyju.

Algjörlega frábær árangur hjá henni og er hún ein birtingamynd mikilvægi tónlistarkennslu í landinu.

Við óskum Laufeyju innilega til hamingju með verðlaunin!

Sjáumst svo öll á Skapandideildar tónleikum 28.febrúar