Forskólatónfundur og fyrsti tónfundur nýja gítarkennarans.

Í gær fóru fram nemenda tónfundir forskólanema. Um 20 nemendur stunda nám í forskóla og voru þau nær öll að stíga sín fyrstu skref í að koma fram fyrir framan áhorfendur.

Leikin voru 9 lög og er nemendum skipt í nokkra blokkflautuhópa, þverflautuhóp, úkúlele og kornett.

Börnin stóðu sig vel og má segja að framtíðin sé björt hvað nýja nemendur varðar í tónlistarskólanum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá tónfundinum í gær.

     

 

Einnig hélt nýji gítarkennarinn okkar (Einar Guðmundsson) sinn fyrsta tónfund með sínum nemendum og óskum við honum til hamingju með þann áfanga.

 

Kveðja,

Tónlistarskóli Stykkishólms