Gleðilegt nýtt ár og nýtt kerfi

Heil og sæl kæru foreldrar, nemendur og aðstandendur.

Fyrst af öllu vil ég minna á að kennsla hefst í Tónlistarskólanum 4.janúar samkvæmt stundatöflu nemenda.

Árið sem var að líða var ansi viðburðarríkt og margt skemmtilegt gert. Má þar nefna Þemavikan, Tónfundir, Lúðrasveita tónleikar, Skapandi-deildar tónleikar, Hátíðartónleikar og margt annað.

Ég vil þakka fyrir frábær viðbrögð nemenda og aðstandandenda við Þema vikunni og góðri skráningu nemenda í hin mismunandi þemu.

Þema vikan er eins og áður hefur komið fram liður í styttingu vinnuvikunnar hjá okkur og erum við kennarar núna að taka tvo daga í styttingu 2.-3. janúar. Því hefst kennsla hjá okkur ekki fyrr en 4.janúar.

 

Nýtt skráningarkerfi

 

Í haust höfum við í tónlistarskólanum verið að undirbúa innleiðingu nýs kerfis fyrir utanumhald og . Kerfið heitir Speed Admin og mun koma í stað School Archive sem skólinn hefur notað undanfarin 20 ár amk.

Speed Admin er mjög flott forrit bæði fyrir okkur sem kennara en einnig mun það nýtast bæði nemendum og foreldrum til fylgjast með framgangi námsins og skrá td. veikindi.

Forritið er app fyrir snjalltæki og mjög auðvelt í notkun og mun ég (Kristjón) boða til kynningar á þessu nýja forriti þegar allt hefur verið sett upp rétt og reynsla komin á það hjá okkur kennurum.

 

Þið foreldrar/forráðamenn þurfið ekki að gera neinar breytingar enn sem komið er hjá ykkur því Speed Admin keypti gamla forritið og hafa öll gögn verið færð yfir í nýja forritið.

Ef eitthvað er óljóst þá ekki hika við að hafa samband við okkur.

 

Kennarar tónlistarskólans óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og takk fyrir allar frábæru tónlistarstundirnar á árinu.

Hlökkum til að hitta ykkur öll á nýju ári með meiri tónlist og gleði.