Friðrik Örn Sigþórsson kom til okkar upp í tónlistarskóla og hélt kynningu og námskeið á kontrabassa. Við höfum nýverið eignast kontrabassa í tónlistarskólanum og Friðrik sýndi okkur fyrstu skrefin og nemendur fengu stutta einkatíma með honum.
Friðrik stundar nám á tónlistardeild Listaháskóla Íslands um þessar mundir. Auk þess spilar hann reglulega með ýmsum listamönnum. Friðrik er fyrrum nemandi okkar í tónlistarskólanum í Stykkishólmi. Við þökkum honum kærlega fyrir innlitið og námskeiðið.
