Nótan 2022 í Stykkishólmskirkju

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda. Tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.

Á tónleikunum koma fram nemendur frá Tónlistarskóla Stykkishólms og frá öðrum tónlistarskólum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum.

Nótan var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Síðustu tvö ár hefur ekki verið unnt að halda uppskeruhátíðina með hefðbundnu sniði sökum covid en nú verður tónleikahald um allt land haldið af fullum krafti.

Hér má sjá auglýsingu Nótunnar 2022.