Nýr gítarkennari er mættur til starfa við tónlistarskólann. Hann heitir Einar Guðmundsson.
Einar hefur margvíslega reynslu af störfum við tónlist og hefur stundað gítarnám hjá Ómari Guðjónssyni og Hrafnkeli Pálmars.
Meðal annars má nefna að Einar hefur tekið þátt í ýmiskonar
ábreiðusýningum, tónlistarveislum og tónleikum, leikið undir og
dæmt á söngvakeppnum, séð um tónlist á jólahlaðborðum og ýmislegt fleira.
Einar vinnur að gerð sólóplötu og stefnir að útgáfu í lok árs 2025.
Við bjóðum hann velkominn til okkar í Tónlistarskóla Stykkishólms.