Við bjóðum Valbjörn Snæ Lilliendahl og Klaudiu Gunnarsdóttur velkomin í hóp starfsmanna í tónlistarskólanum.
Valbjörn mun sjá um gítarkennslu hjá okkur á þessu skólaári, en eins og einhverjir muna eftir var hann hjá okkur fyrir tveimur árum. Velkominn til baka.
Klaudia mun vera á skrifstofunni okkar frá kl 13-15 mánudaga til fimmtudaga. Hún tekur á móti þeim sem koma í húsið, svarar í símann og tölvupóstum.