Sigur á SamVest, Júlíönnuhátíðarspilamennskur og miðpróf í Tónfræði og PÁSKAFRÍ!

Mars mánuður hefur verið mjög annasamur fyrir nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms.

 

Fyrst má nefna söngkeppni Samvest 2023 sem fram fór í Dalbúð, Búðardal. Fyrir hönd Félagsmiðstöðarinnar X-ið fóru tvö atriði. Melkorka Líf söng lagið All of me eftir John Legend og Hljómsveitin Hallgerður og rest fluttu James Bond slagaran Skyfall eftir Adele. Allt eru þetta nemendur á Skapandi deild tónlistarskólans og erum við mjög stolt af þeim öllum. Hallgerður og rest komu sá og sigruðu en hana skipar þau Ívar Leo/trommur, Ágústa/bassa, Íris Ísafold/hljómborð, Embla Rós/söngur, Hera Guðrún/þverflauta og Hjalti Jóhann/básúna. Til hamingju með þennan flotta árangur öll!

 

Dagana 23-26 mars var Júlíönnuhátiðin haldin og að sjálfsögðu tóku nemendur og kennarar þátt í þeirri hátíð.

Á opnunnarhátíðinni spiluðu Hallgerður og rest nokkur lög og svo á föstudeginum léku þrír nemendur eitt lag hver, á Dvalarheimilinu, í upphafi upplestrar á smásögu eftir Ægi Breiðfjörð sem Eyþór Benediktsson las. Nemendurir voru þau Bence Petö/Trompet, Hera Guðrún/Þverflauta og Gergö Petö.

28. mars þreyttu 5 nemendur miðpróf í Tónfræði.

Það má því segja að mikið hafi verið um að vera þennan mánuðinn.

Páskafríið hefst svo núna 3.apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 11.apríl.

Gleðilega páska!