Tónlistaskólinn í Stykkishólmi - Umsóknir fyrir næsta skólaár

Opið er fyrir innritun á næsta skólaár Tónlistaskólans í Stykkishólmi. Innritun hefur gengið vel fyrir næsta skólaár og virðist aðsókn ætla að vera með besta móti, en þeir sem sækja um skólavist fyrir 8. júní njóta forgangs þegar raðað er inn í skólann í haust.

Hér er hægt að sækja um.

Það er nauðsynlegt að vanda allan frágang og innslátt, ekki setja bil eða bandstrik í símanúmer eða kennitölur. Ekki er þörf á upplýsingum varðandi stundartöflur strax en gott að vita hvaða íþróttir nemandi stundar. Rétt er að minna á að þeir sem voru í námi á síðasta skólaári og vilja halda áfram þurfa LÍKA að skrá sig.