Kærar þakkir til allra sem komu í vöflukaffi seinasta miðvikudag og fimmtudag. Það var dásamlegt að vera með svona mikið líf í húsinu, fá að spjalla við nemendur, foreldra, ömmu og afa og alla þá sem komu. Alls voru borðar 270 vöflur! Við erum að fara yfir hugmyndakassann okkar en við erum strax komin með frábærar hugmyndir eins og að setja fleiri bækur fram, setja lit á veggina, hafa vöflur alla daga og setja rólega tónlist frammi á meðan við bíðum eftir tíma. Við stefnum að því að hafa opið hús aftur í vor.